Hver á flak, hver á flak?“
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

Einu sinni heyrði maður sem skildi hrafnamál til tveggja hrafna sem voru að tala saman og hékk þar hjá þeim heilagfiskisflak. Þá segir annar hrafninn: „Hver á flak, hver á flak?“ Hinn svarar: „Kolbeinn, Kolbeinn.“ Þá segir sá fyrri: „Kropp'í, kropp'í.“

Mynd Aðalheiðar Gísladóttur

Á undan | Náttúrusögur | Á eftir

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998