Um náttúrusögur
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

Náið er nef augum,“ þar sem galdrarnir eiga hlut að máli sem um hefur verið rætt í fyrirfaranda flokki og sögur þær sem ganga af hinum huldu öflum náttúrunnar. Töfrabrögðin sem enginn kann lag á nema kunnáttumaðurinn einn eru að miklu leyti undir því komin að hann beri skynbragð á náttúruöflin sem öðrum mönnum eru ókunnug, og þó verður alls ekki með vissu ákveðið hvað almenningi sé kunnugt og hvað hinum einstöku. Hins vegar svipar náttúrusögum mjög til annarra atriða í munnmælum þar sem mörg dýr sem kynjasögur fara af ganga næst óvættum með því sögur fara ekki einungis af sérstökum eiginlegleikum þeirra, heldur og af uppruna einstakra skepna og hluta í náttúrunni og snertir þannig sambandið við yfirnáttúrulegar verur. Eins eiga náttúrusögur náskylt við kreddur því nálega kemur einhver kredda fyrir í hverri þeirra. Af þessu ástæðum þykir þó réttara að taka þær sögur hér fram sér í lagi sem lúta að náttúrunni og náttúruviðburðum en að slengja þeim saman við hin áviknu atriði en þótt hér sé ærið vandhæfi hvað taka eigi og hverju eigi að vísa annarstaðar til sætis.

| Náttúra |

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998