Fleira af reyniviðnum
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

Miklu fleiri sögur fara af reyniviðnum. Hann er kallaður heilagt tré og er sú saga til þess að til forna þegar komið var að reynitré á jólanótt brunnu ljós á öllum greinum hans og slokknuðu þau ekki hversu mjög sem vindur blés. Lítur það svo út sem það hafi átt að vera nokkurs konar ímynd jólatrésins sem alsiða er í útlöndum að kveikja og prýða með aldinum og öðru skrauti ungum og öldnum til ánægju, en einkum á jólanóttina, og sumstaðar er farið að tíðkast hér á landi í kaupstöðum. Ef maður ætlar að rífa upp reyniviðarhríslu og leitar að henni í því skyni þá finnur hann hana ekki þó hann viti hvar hún á að vera og finni hana endrarnær þegar hann vill. ...

Mynd Guðbjargar Kristínar Bárðardóttur

Á undan | Náttúrusögur | Á eftir

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998