Um margýgi
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

Margýgi hefur verið svo lýst að hún hafi gulleitt hár og sé í mannslíki niður að beltisstað, en þar fyrir neðan sé hún fiskur og hafi þar með sporð. Stundum þykjast sjómenn sjá hana, en oftast er sagt það hafi borið við norður við Grímsey. Hún þykir helzt gefa ungum mönnum auga og sækir þá upp á skipin ef þeim verður það að dotta, en Credo í Grallaranum gamla er góð vörn við slíku.

| Margýgur |

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998