Um sækýr
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

Tvenns konar sæbúar eru það sem næst ganga álfum og er sagt að þeir séu í manns líki; er annað þeirra hafgýgur, haffrú, margýgur eða meyfiskur er allt mun vera eitt, en hitt er marmennill sem nú er almennt nefndur marbendill. ... Lítt kunnug eru mönnum háttsemi marbendla, en það vita menn að þeir eiga kýr góðar; eru þær allar sægráar að lit og hafa blöðru milli nasanna eða framan á grönunum, og verði hún sprengd þá næst kýrin; annars eru sækýr óhemjandi. Sækýr eru ágætar mjólkurkýr og góðar til undaneldis.

| Sækýr |

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998