Sæmundur fróði
Mynd Þorvalds Hermannssonar

Flestir kannast við handritasöfnun Árna Magnússonar og vita að hún átti mikilvægan þátt í bjarga fornbókmenntum Íslendinga frá glötun. Færri vita að Árni lætur skrifa upp nokkuð af þjóðsögum eftir munnlegum heimildum, fullri öld áður en Grimms-bræður taka að safna ævintýrum og þjóðsagnaefni í Þýskalandi. Hann virðist hafa áhuga á þjóðsögum sem tengjast sagnaritun, fornsögum eða kunnum sögustöðum. Hann safnar einkum sögum af Sæmundi fróða en lætur skrá ýmislegt fleira, þar á meðal örfá ævintýri. Um einni og hálfri öld síðar sendir Guðbrandur Vigfússon prófessor í Kaupmannahöfn Jóni Árnasyni afrit af þessum sögum til Íslands og þær eru gefnar út í Þýskalandi með öðru efni í safni Jóns.

| Saga af sögum |

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998