Sæmundur fróði
Mynd Gunnhildar Unu Jónsdóttur

Þjóðsögur hafa lifað með íslensku þjóðinni frá upphafi. Mörg örnefni á Íslandi vísa til kynjavera úr heimi þjóðsagna og í fornbókmenntum íslenskum bregður hvarvetna fyrir efni sem minnir á þjóðsögur. Grettir glímir við afturgönguna Glám; hann slæst við berserki, bjarndýr og tröll; kemst í kynni við dularfullan útilegumann; er sjálfur þjóðsagnakenndur afreksmaður og útlagi og lýtur að lokum í lægra haldi fyrir ofurvaldi álaga og galdurs. Grettissaga minnir rækilega á þjóðsagnakennda þætti í Íslendingasögum en þjóðsagnaminni eru auðfundin í flestum ef ekki öllum greinum fornbókmennta. Þess má svo geta að einn þeirra sem fyrstir eru taldir hafa fengist við sagnaritun á Íslandi átti sjálfur löngu síðar eftir að skipa sérstakan sess í þjóðsögum, höfðinginn Sæmundur fróði Jónsson í Odda (1056-1133).

| Saga af sögum |

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998