Álfarannur
Mynd Ástu Reynisdóttur

Sagnadansar eru ekki festir á blað fyrr en kemur fram á 17. öld ef frá eru talin einstök viðlög í eldri ritum. Margir dansanna eru til líkrar gerðar á færeysku, norsku, dönsku og jafnvel sænsku. Kveðskapurinn er misjafn að gæðum en snýst gjarnan um tilfinningar karla og kvenna og minnir um margt á dægurlagatexta okkar tíma. Af kunnum dönsum um þjóðsagnaefni má nefna þekkt kvæði um Ólaf liljurós.

 | Saga af sögum |

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998