Hvítárvalla-Skotta
(síðar Brekku-Skotta og Leirár-Skotta)
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

... Vöktu þeir þá upp kvenmann, mögnuðu hann og sendu til ófarnaðar Sigurði. Eitt sinn var Sigurður á ferð við annan mann fyrir vestan Hvítá. Þá sjá þeir að eftir þeim rennur mórauð tófa. En er hún nálgast þá þykir þeim tófa sú nokkuð frábrugðin, því hún ávarpar þá og spyr hvar Sigurðar á Hvítárvöllum sé að leita. Sýslumann grunar hvað í efni muni vera og heldur að ekki sé lakara að láta hana þreyta sig dálítið og segir henni því að Sigurður sýslumaður sé niðri á Álftanesi. ... Sigurður var hið mesta karlmenni en þó þurfti hann hjálpar á móti þessum fjanda. Loksins gat hann losað sig við hana, en ekki gat hann yfirbugað hana svo að hún fylgdi honum og ætt hans og fylgir hún niðjum hans enn í dag. Þá er hún glímdi við Sigurð var hún búin að kasta tófuhamnum og var þá í konulíki. Búningi hennar er svo lýst að hún var í belghempu svartri með gamaldags fald á höfði, en faldhornið lafði aftur á hnakkann sem skott væri; dró hún nafn af því og var kölluð Skotta. ...

Mynd af Hvítárvalla-Skottu


Á undan | Skottur | Á eftir

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998