Mývatns-Skotta II
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

... Eitt sinn var þess getið að kerling nokkur sat uppi um nótt í rúmi sínu, hún fóstraði barn. Barnið nam ekki af hljóðum; þótti kerlingu það venjubrigði og andaðist henni það í brjóst að barnið mundi sjá eitthvað óhreint. Fer hún því að litast um og sér þá brátt yfir baðstofuendanum á auðu rúmbóli hvar Skotta rær og er að skæla sig framan í barnið; kerling gat séð þetta því tunglslýsi var í baðstofunni. Beið kerling þá ekki boða, leggur barnið í rúmið, en rís á fætur, tekur kollu sína og vill víst fæla drauginn. Þegar Skotta sér einræði kerlingar stekkur hún ofan, en kerling sendir kolluna með öllu sem í var á hæla henni og heyrir að Skotta segir: „Það mátti ekki minna kosta.“ ...

Mynd af Mývatns-Skottu II


Á undan | Skottur | Á eftir

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998