Hleiðrargarðs-Skotta
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

 

... sá þá Hallur koma draug í stelpulíki utan götuna; var hún lítil á vöxt á rauðum bol og mórauðu pilsi sem náð aðeins í knésbæturnar, með skúflausa skotthúfu og snöggklædd. Þegar stelpan sér Hall ætlar hún að víkja úr vegi, en hann gekk í veg fyrir hana og spyr hver hún sé. Hún segist hafa heitið Sigga. Hann spyr hvaðan hún kæmi. Hún segir honum það. Þá spyr hann hvert hún eigi að fara. Hún segir: „Að Hleiðrargarði.“ „Hvað áttu að gjöra þangað?“ „Að drepa Sigurð Björnsson,“ segir hún. Hljóp hún svo veg sinn og tindruðu neistar úr sporum hennar. ... Skotta er sagt að hafi orðið fjögra eða þriggja manna bani; var einn niðursetningurinn í Hleiðrargarði, annar Sigurður bóndi í Nesi, þriðja smalakonan á Hálsi. Margt hefur hún drepið fénaðar og flest kreist og kramið í sundur; fannst oft fé í húsum og högum er sáust á fingraför hennar. Hún drap og nautpening og hesta. Síðan er hún var bundin æpti hún svo ámáttlega er myrkva tók að hvorki þorðu menn né skepnur nær að koma. Jafnan var hún eins búin er menn sáu hana. Hún var svo hvöt á fæti að enginn þurfti við hana hlaup að þreyta, manna né hesta. ...

Mynd af Hleiðrargarðs-Skottu


Á undan | Skottur | Á eftir

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998