Hulinhjálmssteinn
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

Smelltu á steininn!

Hulinhjálmssteinninn dregur nafn bæði af hulinhjálmi eða huliðshjálmi sem sögur ganga af bæði í norrænni og þýzkri goðafræði. Mjög snemma hefur það tíðkazt á Norðurlöndum að neyta hulinhjálms til ýmsra galdrabragða sem gjöra máttu menn og hluti ósýnilega, t.d. til að magna með honum ský er lögðu myrkva eða hulu yfir allt sem falið átti að vera.

Hulinhjálmssteinn er dökklifrauður að lit. Geyma skal hann undir vinstra armi. En ef maður vill neyta hans og gjöra sig ósýnilegan skal maður fela hann í vinstra lófa vafðan í hárlokk eða blaði svo ekki sjái á hann neinstaðar; verður sá hinn sami ósýnilegur á meðan, en sér þó sjálfur allt sem fram fer í kringum sig.

Mynd Aðalheiðar Gísladóttur

Á undan | Steinar | Á eftir

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998