Um náttúrusteina
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

Talsvert meiri hjátrú loðir við steinaríkið en við grasaríkið, en þó er þess að gæta að nokkrir þeir hlutir eru taldir með steinaríkinu sem heyra undir hin náttúruríkin. Þegar talað er um náttúrusteina eru það þesslegir sem menn ætla að hafi meira töframagn en algengir steinar. Margar sögur hafa því myndazt bæði um uppruna þeirra og margháttaða krafta.

Nær þú vilt leita að að grösum og steinum ber á þér Venerisjurt, surtarbrand, gráurt, vax og álun svo álfar villi ekki sjónir fyrir þér, undir sólaruppkomu því um hana liggja allir steinar lausir á jörðu, en þeirra er helst að leita við sjó þar sem eru rauðir sandar. Má þá taka um áðursagðan tíma; sumir eru á fjöllum uppi og má þá með sama hætti finna. En páskadags- og hvítasunnumorgun halda sumir gott að steinum leita, en að grösum Jónsmessunótt. Annars er það bezt þá þau eru fullvaxin.

| Steinar |

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998