Skrípi

KYNNING

Markmið með útgáfu þessa vefs er annars vegar að beina athygli og áhuga að þjóðsögum og hins vegar að sýna í verki hvernig nýta má myndgerð og tölvutækni í skólastarfi með börnum og unglingum.

Á námskeiði um myndgerð og tölvutækni í Kennaraháskóla Íslands haustið 1997 fengust sautján nemar í myndmenntavali á þriðja ári í almennu kennaranámi við ýmis myndgerðarforrit og verkefni sem öll snerust um þjóðsagnaefni. Verkefnunum er lýst nánar á síðunni Myndverk.

Meira en 200 myndir sem urðu til á námskeiðinu eru birtar á þessum vefsíðum ásamt rúmlega 80 völdum þjóðsögum eða textabrotum úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Sögur og aðrir textar eru talin á síðunni Sagnatal.

Á síðunni Saga af sögum er sögð í stuttu máli og nokkrum myndum sagan af söfnun íslenskra þjóðsagna. Hún er merkileg um margt og í vissum skilningi ævintýri líkust.

Söguskotið er fyrir alla sem langar að segja sögu af skemmtilegu eða óvenjulegu atviki, snúa gamalli sögu upp á nýjan tíma eða bara lesa hvað aðrir hafa látið flakka. Þar má líka stinga inn athugasemdum, kveðjum eða ábendingum.

Torfi Hjartarson hafði umsjón með námskeiðinu, samdi verkefni, valdi sögur og setti saman vefinn. Torfi er forstöðumaður gagnasmiðju Kennaraháskóla Íslands og verkið öðrum þræði þróunarverkefni á vegum smiðjunnar. Friðjón Veigar Gunnarsson starfsmaður gagnasmiðju og Hafsteinn Hrafn Grétarsson kennaranemi lögðu hönd á plóginn við frágang á sumum síðum.

| Skrípi |

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998