Um kreddur
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

Margt er það sem menn hafa tekið mark á bæði fyrri og síðar og ætlað að af mætti ráða ókomna hluti. Þeir sem hafa verið natnir að taka eftir slíku hafa stundum verið kallaðir forspáir menn þó þeir hafi ekki rennt grun í hið ókomna af neinni náttúrugáfu, heldur getið sér til þess sem verða mundi af eintómum fyrirburðum fyrir utan sig. Þessi ímyndun, að ætla að hið óorðna verði ráðið af sýnilegum fyrirburðum, og sagnir þær sem um það hljóða hvað fyrirburðirnir tákni hefur verið kallað ýmsum nöfnum, t.d. bábiljur, hégiljur, hindurvitni, hjátrú, kerlingabækur og kreddur. ... ætla ég þær greini sig eftir eðli sínu í tvennt, nefnilega þá fyrirburði sem maður er sjálfur að nokkru leyti valdur að og koma manni því í koll á eftir, en það heita víti, og þá fyrirburði sem manni verða ósjálfrátt og annaðhvort boða illt eða gott, hvorttveggja eða hvorugt. ...

| Víti |

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998