VÍTI
Skrípi

Eftirtalin víti voru valin af handahófi úr safni Jóns Árnasonar.
Ef smellt er á smámynd birtist hún stækkuð á skjánum.

Myndir Ástu Reynisdóttur

Ef ólétt kona hleypur mikið þá verður barnið lofthrætt.

Ef kona barnshafandi setur pott á hlóðir svo annað eyrað snúi upp, en hitt fram, verður barnið annaðhvort með fjórum eyrum eða það hefur annað eyrað á enninu, en hitt á hnakkanum.

Myndir Elvu Rúnar Klausen

Ekki má bera hrafntinnu í bæ, hún vekur ósamlyndi milli fólksins (hjónanna).

Ef barn kveikir á hríslukvisti eða spýtu og veifar því til og frá eða með eldinum í, þá pissar það undir nóttina eftir.

Myndir Fríðu Kristjánsdóttur

Ekki má éta eyrnamark af kindarhöfðum, þá verður maður sauðaþjófur.

Ef maður brennir viljandi af sér hárið brennir maður af sér auðinn.

Myndir Lisbetar Nielsen

Ekki má brjóta fótlegg úr kind því þá fótbrotnar sauðkind sem maður á eða eignast.

Ekki má hundur koma nærri veiðarfærum, það gerir veiðiglöp, eins ef hundur er hafður í skipi.

Myndir Lóu Hrundar Sigurbjörnsdóttur

Ef steini er kastað í sjó reiðist hann og kemur hafrót sem mörg skip farast í.

Ef maður lætur sokka sína undir höfuð sér getur maður ekki dáið nema sokkar séu látnir undir höfuð manns deyjandi.

Myndir Mariu Östlund

Ef maður slítur gras það sem vex inn um glugga eða niður um húsþekju (húsheigul) þá missir maður einhvern ættingja sinn.

Ef börn blóta kemur svartur blettur á tunguna á þeim.

Myndir Sigríðar Bjargar Haraldsdóttur

Ef vanfær kona stígur yfir um breima kött verður barnið viðrini (aðrir segja vitfirringur).

Ef ólétt kona borðar rjúpuegg verður barnið freknótt.


Um kreddur

Á undan | Skrípi | Á eftir

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998