Skipholti 33, 105 Reykjavík - Sími 553 0625 - Fax 553 9240

Netfang tónlistarskólans: tono@ismennt.is Netfang skólastjóra: hhar@ismennt.is

Tónlistarskólinn í Reykjavík er elsti starfandi tónlistarskólinn á landinu, stofnađur 1930. Skólinn veitir tónlistarmenntun á framhalds- og háskólastigi. Lokapróf frá skólanum eru burtfararpróf, einleikarapróf, einsöngvarapróf og kennarapróf í hljóđfćraleik eđa söng, tónmenntakennarapróf og lokapróf frá tónfrćđadeild. Öll ţessi próf jafngilda B.Mus. prófi og tónmenntakennaraprófiđ jafngildir B.A. í Music Education ( B.Ed.).

Forkröfur

Náminu í skólanum er skipt í tvo megin hluta: 1. Almennar deildir (framhaldsskólastig) og 2. Sérdeildir (háskólastig). Sérdeildirnar samanstanda af:

Einleikara- og einsöngsdeildum
Hljóđfćrakennaradeildum
Söngkennaradeild
Tónmenntakennaradeild
Tónfrćđadeild

í almennu deildunum er kenndur hljóđfćraleikur og söngur, ţar međ taliđ nám á tónlistarbraut eđa sem valgrein í mennta- og fjölbrautarskólum. Til inngöngu í almennu deildirnar ţarf nemandi ađ hafa lokiđ 4. stigs prófi á viđkomandi hljóđfćri, en 2. stigs prófi í söng.

Til inngöngu í sérdeildir ţarf nemandi ađ hafa lokiđ 8. stigs prófi til burtfarar-, einleikara-/einsöngvaraprófs í öllum hljóđfćradeildum og söngdeild, 8. stigs prófi í píanókennaradeild, 7. stigs prófi í strengjakennaradeild, söngdeild og tónfrćđadeild, 6. stigs prófi í blásarakennaradeild. í hliđargreinum ţarf nemandi ađ hafa lokiđ tónlistarsögu I og II, hljómfrćđi I og II, tónheyrn I og II og kontrapunkti II og undirstöđum tónsmíđa til inngöngu í tónfrćđadeild. Inntökukröfur í tónmenntakennaradeild eru ekki eins miklar í einstöku greinum, en ţar er námiđ öđru vísi upp byggt, fjölbreyttara og meiri áhersla lögđ á uppeldis- og kennslufrćđi-greinar.

Námiđ

Námiđ í kennaradeildum tekur 3 ár, en ţar verđa nemendur auk ađalhljóđfćra-/söngnáms ađ leggja stund á hliđargreinar skv. námsvísi skólans. Hér er um 90 eininga nám ađ rćđa sem er lánshćft og jafngildir B.Mus. prófi og B.A. í Music Education úr tónmenntakennaradeild.

Námiđ í burtfarar-, einleikara- og einsöngsdeildum er ađ jafnađi 2-4 ára nám ađ loknu 8. stigs prófi. Sérstakt forpróf er tekiđ í lok nćstsíđasta ársins í deildinni sem sker úr um hvort nemandi telst hćfur í lokapróf og ef svo er, hvort lokaprófiđ verđur burtfarar- eđa einleikarapróf. Auk ađalnámsgreinar leggja nemendur einnig stund á hliđargreinar skv. námsvísi. Námiđ telst 90 einingar sem er lánshćft og jafngildir B.Mus. prófi.

Markmiđ tónfrćđadeildar er ađ útskrifa tónlistarmenn, sem teljast hćfir skv. sérmenntun sinni til ađ starfa viđ útsetningar, tónfrćđirannsóknir, tónsmíđar og umfjöllun um tónlist og kennslu í tónfrćđigreinum. Námiđ telst 90 einingar, tekur 3-4 ár, er lánshćft og jafngildir B.Mus. prófi.

í skólanum er starfrćkt sinfóníuhljómsveit, margir kammermúsikhópar og stćrsta tónlistarbókasafn landsins. Fyrirlestrar og námskeiđ eru haldin, fjöldi tónleika innan skóla og utan, margir ţeirra opinberir tónleikar. Skólinn er ađili ađ samstarfsnefnd háskólastigsins og Norrćna tónlistarháskólaráđinu. Skólinn er jafnframt ađili ađ skiptinema- og kennarasamtökunum Norplus og Erasmus.

Inntökupróf eru í maí og eru auglýst í fjölmiđlum. Nánari upplýsingar um námiđ fást á skrifstofu skólans, Skipholti 33.